Frekari upplýsingar veita

 • Ţórđur Óskarsson thordur@intellecta.is
 • Sćkja um starf

Tölfrćđi, rannsóknir og gagnavinnsla

 

Intellecta er vaxandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði ráðninga, ráðgjafar og rannsókna. Við höfum áhuga á því að fá til liðs við okkur öflugan sérfræðing á sviði tölfræði og rannsókna. Starfið felst í þátttöku og útfærslu ýmis konar rannsóknarverkefna. Intellecta veitir viðamikla ráðgjöf á sviði kjararannsókna, viðhorfsmælinga og árangursmælinga.

 

Útgáfudagur
08-02-2018
Númer
689815

Helstu verkefni

 • Öflun og úrvinnsla gagna
 • Umsjón með framkvæmd kannana
 • Gagnavinnsla og kjaramælingar
 • Aðkoma að þróunarmálum sviðsins
 • Aðstoð við framkvæmd ráðgjafarverkefna
 • Samskipti við viðskiptavini

Menntunar- og hćfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði sálfræði, viðskiptafræði eða tölfræði
 • Þekking á aðferðafræði og á rannsóknum og uppbyggingu þeirra
 • Reynsla í notkun tölfræðiforrita eins og SPSS er lykilatriði
 • Reynsla af gagnavinnslu
 • Góð kunnátta í Excel og PowerPoint
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku
 • Geta til að vinna undir álagi

Ađrar upplýsingar

Í allri ráðgjafarvinnu er mikilvægt að skilja vel þarfir viðskiptavinarins og einnig að hafa næmt auga fyrir nýjum viðskiptavinum og þörfum þeirra. Ef þú telur þig hafa það fram að færa sem hér hefur verið tilgreint, þá höfum við áhuga á þvi að komast í samband við þig. Hér er spennandi möguleiki fyrir nemanda sem er langt kominn í námi (hefur lokið BA/BS). Möguleiki er á fullu starfi eða hlutastarfi. Hjá Intellecta starfar öflugur hópur sérfræðinga sem tekst á við verkefni hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Upplýsingar um starfið veitir Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511 1225.

Umsókn óskast fyllt út www.intellecta.is. Henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur um starfið er opinn þar til réttur aðili hefur verið ráðinn í starfið.

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.