Frekari upplřsingar veita

 • Ari Eyberg ari@intellecta.is
 • Thelma KristÝn Kvaran thelma@intellecta.is
 • SŠkja um starf

ReykjavÝkurborg - Svi­sstjˇri mannau­s- og starfsumhverfis

 

Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfis Reykjavíkurborgar.

 

 

„Reykjavíkurborg er vinnustaður með aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt
fólk sem vinnur í þágu borgarbúa“

Leiðarljósin í innleiðingu á framtíðarsýn mannauðsmála til 2025 eru mannvæn, traust, samræmd og snjöll.
Mannauður og starfsumhverfi er nýtt kjarnasvið sem starfa mun innan nýs stjórnskipulags Reykjavíkurborgar sem tekur gildi 1. júní nk. Sviðsstjóri mun hafa yfirumsjón með mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg.
Skipulag nýs sviðs er í mótun og mun nýr sviðsstjóri koma að lokaundirbúningi skipulags nýs sviðs. Ábyrgðarsvið sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs getur því tekið breytingum þar sem endanleg uppbygging sviðsins liggur ekki fyrir.
Mannauðsdeild Reykjavíkurborgar, sem verður að hluta til uppistaðan í hinu nýja mannauðs- og starfsumhverfissviði, hefur haft það meginhlutverk að tryggja samræmda framkvæmd mannauðsmála þvert á Reykjavíkurborg. Innan nýs skipulags mun hluti kjaradeildar Reykjavíkurborgar bætast við en kjaradeild ber ábyrgð á og hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga sem og sinnir samskiptum við stéttarfélög fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

┌tgßfudagur
08-03-2019
Umsˇknarfrestur
25-03-2019
N˙mer
900183

Upplřsingar um fyrirtŠki­

Hjá Reykjavíkurborg starfa á hverjum tíma um 9.000 starfsmenn sem sinna fjölbreyttri þjónustu á mörgum sviðum fyrir íbúa og gesti Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg er einn vinnustaður í öllum sínum fjölbreytileika. Samkvæmt mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar og þeirri framtíðarsýn sem þar birtist þá einkennist starfsemi Reykjavíkurborgar af fagmennsku og framsækni. Með því að taka öra tækniþróun upp á okkar arma erum við lifandi og skemmtilegur vinnustaður með sterkt aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk á öllum aldri sem vinnur í þágu borgarbúa.

Í kjölfar aukinnar áherslu á þverfaglegt samstarf og styttri boðleiðir upplifir starfsfólk borgina sem einn vinnustað sem einkennist af fjölbreytni, sterkri menningu, sveigjanleika og samheldni.

Sjá nánar á: www.reykjavik.is

Helstu verkefni

 • Sinnir verkstjórn á daglegum verkefnum og rekstri mannauðs og starfsumhverfis
 • Hefur faglega forystu í mannauðsmálum, stefnumótun og nýsköpun á sviði mannauðsmála hjá Reykjavíkurborg
 • Ber ábyrgð á innleiðingu mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar
 • Veitir ráðgjöf og stuðning við stjórnendur, m.a. vegna ráðninga, samskipta á vinnustöðum og annarra mála er varða starfsumhverfi
 • Hefur yfirumsjón með fræðslustarfi Reykjavíkurborgar þ.m.t. stjórnendafræðslu
 • Hefur yfirumsjón með starfsmati og launasetning starfa
 • Ber ábyrgð á og hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga
 • Tilheyrir framkvæmdastjórn Reykjavíkurborgar

Menntunar- og hŠfniskr÷fur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála nauðsynleg
 • Menntun og/eða reynsla á sviði kjarasamninga
 • Víðtæk reynsla af mannauðsstjórnun
 • Góð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
 • Leiðtogahæfileikar og reynsla af breytingastjórnun
 • Farsæl stjórnunarreynsla og reynsla af stefnumótun
 • Framsýni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

A­rar upplřsingar

Launakjör heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri heyrir beint undir borgarstjóra og um störf hans gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Ráðið er af borgarráði í starf sviðsstjóra til fimm ára. 

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019. Umsjón með ráðningu hefur Intellecta. Umsókn óskast útfyllt á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Skipuð verður 3ja manna hæfisnefnd sem mun vinna úr öllum umsóknum í samráði við Intellecta.
Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) hjá Intellecta og Stefán Eiríksson borgaritari (stefan.eiriksson@reykjavik.is).
Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.