Frekari upplřsingar veita

 • Ari Eyberg ari@intellecta.is
 • Thelma KristÝn Kvaran thelma@intellecta.is
 • SŠkja um starf

Menntaskˇli Borgarfjar­ar - Skˇlameistari

Laust er til umsóknar embætti skólameistara við Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Skólinn býður upp á þriggja ára nám og fimm brautir með sjö námsleiðum : Opna braut, félagsfræðabraut, náttúrufræðibraut, íþróttabraut og starfsbraut. Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008 fela framhaldsskólum aukna ábyrgð á skilgreiningu námsbrauta, þróun námsframboðs á mörkum skólastiga og fræðsluskyldu til 18 ára aldurs. Skólameistari gegnir því mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs.

┌tgßfudagur
03-09-2019
Umsˇknarfrestur
23-09-2019
N˙mer
675700

Upplřsingar um fyrirtŠki­

Menntaskóli Borgarfjarðar var formlega stofnaður 4. maí 2006. Skólinn er einkahlutafélag og eru aðstandendur hans um 160 talsins.

Frá upphafi Menntaskóla Borgarfjarðar var lögð á það áhersla að skólinn færi ótroðnar slóðir í starfsháttum og yrði í fremstu röð framhaldsskóla í uppeldi og kennslu.

Gildi skólans eru: Sjálfstæði - Færni - Framfarir

Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.menntaborg.is

Helstu verkefni

 • Veitir framhaldsskólanum forstöðu
 • Sér um daglega stjórn og rekstur skólans
 • Sér til þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma
 • Ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og eftirfylgni hennar
 • Hefur umsjón með gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans

Menntunar- og hŠfniskr÷fur

 • Uppfylla hæfiskilyrði laga, sem samþykkt hafa verið, um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda
 • Kennsluréttindi
 • Stjórnunar- og rekstrarreynsla
 • Leiðtoga- og samskiptahæfni
 • Reynsla af stefnumótunarvinnu
 • Hæfileikar til nýsköpunar
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur

A­rar upplřsingar

Stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar ræður skólameistara. Æskilegt er að skólameistari hefji störf í ársbyrjun 2020.  Laun skólameistara eru samningsatriði. Skólameistari skal búa í Borgarbyggð.

Nánari upplýsingar veita Hrefna B. Jónsdóttir, formaður stjórnar MB (hrefna@ssv.is) í síma 863-7364 og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Gætt er trúnaðar varðandi fyrirspurnir og umsóknir.