Laus störf - Markađs- og sölustjóri (695356)

    Frekari upplýsingar veita

  • Thelma Kristín Kvaran thelma@intellecta.is
  • Ţórđur Óskarsson thordur@intellecta.is
  • Sćkja um starf

Markađs- og sölustjóri

Við óskum eftir því að komast í samband við öflugan aðila sem treystir sér til að takast á við markaðs- og sölumál á tæknibúnaði í matvælavinnslu, einkum á erlendum vettvangi. Fyrirtækið sem um ræðir hefur þróað nýstárlega tækni sem eykur gæði afurða og stuðlar þannig að meiri verðmætaukningu.

Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun eða iðnmenntun á sviði tækni og/eða verkfræði og reynslu sem nýtist í að selja tæknibúnað. Önnur verkefni snúa að tilboðsgerð, utanumhaldi á viðskiptagagnagrunni, þátttöku í sýningum ásamt gerð og endurnýjun kynningarefnis.

Leitað er að aðila með hæfileika til að vinna í hópi við að innleiða og stjórna breytingum. Góð kunnátta í ensku er skilyrði. Öll önnur tungumálakunnátta er kostur.

Útgáfudagur
10-02-2020
Umsóknarfrestur
20-02-2020
Númer
695356