Laus st÷rf - LÝfeyrissjˇ­ur verzlunarmanna - SÚrfrŠ­ingur Ý upplřsingatŠkni (995519)

  Frekari upplřsingar veita

 • Thelma KristÝn Kvaran thelma@intellecta.is
 • Torfi Mark˙sson torfi@intellecta.is
 • SŠkja um starf

LÝfeyrissjˇ­ur verzlunarmanna - SÚrfrŠ­ingur Ý upplřsingatŠkni

Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða reynslumikinn einstakling til starfa á upplýsingatæknisviði sjóðsins. Á upplýsingatæknisviði starfar samhentur hópur sérfræðinga við hugbúnaðarþróun. Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að slást í hópinn og takast á við krefjandi og spennandi verkefni sem framundan eru.

┌tgßfudagur
22-05-2020
Umsˇknarfrestur
08-06-2020
N˙mer
995519

Upplřsingar um fyrirtŠki­

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur þjónað sjóðfélögum sínum frá 1956. Starfsmenn vinna í þágu sjóðfélaga við uppbyggingu lífeyrisréttinda og ávöxtun eigna.
Markmið sjóðsins er að vera áhugaverður vinnustaður, gæta að jafnvægi milli vinnu og einkalífs og bjóða gott starfsumhverfi fyrir samhentan hóp til að vinna að krefjandi verkefnum.
Nánari upplýsingar um LV má finna á: www.live.is

Helstu verkefni

 • Hönnun og smíði hugbúnaðar
 • Innleiðing sjálfsafgreiðslulausna fyrir sjóðfélaga og launagreiðendur
 • Viðhald á viðskiptahugbúnaði sjóðsins

Menntunar- og hŠfniskr÷fur

 • Menntun á sviði tölvunarfræði
 • Sjálfstæði í störfum, frumkvæði og þjónustulund
 • Færni í forritun (Java, C# og Typescript/Javascript)
 • Reynsla af vefforritun svo sem Angular
 • Reynsla af þjónustumiðaðri högun
 • Góð þekking á SQL fyrirspurnamálinu
 • Þekking á Oracle gagnagrunnskerfi er kostur
 • Þekking á aðferðafræði við vöruhús gagna er kostur

A­rar upplřsingar

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áhugasamir einstaklingar, af öllum kynjum, eru hvattir til að sækja um.