Frekari upplřsingar veita

 • Thelma KristÝn Kvaran thelma@intellecta.is
 • ١r­ur Ëskarsson thordur@intellecta.is
 • SŠkja um starf

Kalka sorpey­ingarst÷­ - FramkvŠmdastjˇri

Stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. óskar eftir að ráða öflugan og framsýnan framkvæmdastjóra til starfa.

┌tgßfudagur
03-07-2019
Umsˇknarfrestur
22-07-2019
N˙mer
564538

Upplřsingar um fyrirtŠki­

Kalka sorpeyðingarstöð er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Tilgangur fyrirtækisins er að reka móttöku-, flokkunar- og eyðingarstöð Kölku í Helguvík. Brennslugeta Kölku er um 12.300 tonn af úrgangi á ársgrundvelli. Stöðin er búin fullkomnum hreinsunarbúnaði sem sér til þess að mengun frá stöðinni sé haldið í lágmarki og í samræmi við lög og reglugerðir um sorpeyðingu. Hjá Kölku starfa að jafnaði um 17 einstaklingar í fullu starfi, ásamt starfsfólki í hlutastörfum. Verksmiðjan er starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.kalka.is

Helstu verkefni

 • Umsjón með daglegum rekstri
 • Samningagerð og eftirfylgni
 • Áætlanagerð og fjármálastjórnun
 • Samskipti við stjórnsýslu- og umhverfissvið sveitarfélaganna
 • Ábyrgð á grænu bókhaldi stöðvarinnar
 • Leit og greining nýrra viðskiptatækifæra
 • Samskipti við stjórn og framfylgd á stefnumótun stjórnar
 • Samfélags- og umhverfismál

Menntunar- og hŠfniskr÷fur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af stjórnun og fyrirtækjarekstri
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Metnaður til að ná árangri
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Þekking eða reynsla af umhverfis- og sorphirðumálum er kostur
 • Þekking eða reynsla af breytingastjórnun

A­rar upplřsingar

Nánari upplýsingar veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 512 1225. Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg  starfsferilsskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.