Frekari upplřsingar veita

 • Thelma KristÝn Kvaran thelma@intellecta.is
 • ١r­ur Ëskarsson thordur@intellecta.is
 • SŠkja um starf

═TR - Forst÷­uma­ur ┴rbŠjarlaugar

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir öflugum stjórnanda í starf forstöðumanns Árbæjarlaugar. Viðkomandi þarf að hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og farsæla reynslu sem stjórnandi. 

┌tgßfudagur
31-05-2019
Umsˇknarfrestur
18-06-2019
N˙mer
862536

Upplřsingar um fyrirtŠki­

Í hverfum borgarinnar veitir ÍTR margskonar þjónustu sem snýr að frítíma borgarbúa. Þar eru meðal annars sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, hjólabrettagarðar og gervigrasvellir. Af starfsemi sem síður er hverfisbundin má nefna Hitt Húsið, Ylströndina, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sundlaugar og skíðasvæðin.
Í Árbæjarlaug starfa að jafnaði um 20 manns á þrískiptum vöktum. Árbæjarlaug er opin alla virka dag frá klukkan 06:30 til 22:00 og um helgar frá klukkan 08:00 til 22:00 rúmlega 360 daga á ári. Árlega koma um 300 þúsund gestir í laugina. 

Nánari upplýsingar um ÍTR og Árbæjarlaug er að finna á: www.reykjavik.is

Helstu verkefni

 • Yfirumsjón með daglegri starfsemi Árbæjarlaugar, t.d. ábyrgð og eftirlit með mannauðsmálum, rekstri, fjármálum og mannvirkjum
 • Ábyrgð á að rekstur standist kröfur samkvæmt reglugerðum
 • Hluti af framkvæmdastjórn ÍTR og tekur þátt í stefnumótun þjónustunnar og annarri starfsemi á vegum sviðsins
 • Styður heilsueflingu borgarbúa með markvissum hætti og leitast við að efla þátttöku borgarbúa í heilbrigðum tómstundum með tengingu við þau náttúrugæði sem Reykjavíkurborg hefur upp á að bjóða

Menntunar- og hŠfniskr÷fur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Farsæl starfs- og stjórnunarreynsla
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla af verkefnastjórnun og teymisstarfi
 • Hæfni til framsetningar og greiningu gagna og miðlun mikilvægra upplýsinga
 • Skipulagsfærni, nákvæmni og hæfileiki til þess að vinna sjálfstætt
 • Geta til að vinna vel undir álagi
 • Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum

A­rar upplřsingar

Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.