Frekari upplřsingar veita

 • Ari Eyberg ari@intellecta.is
 • Thelma KristÝn Kvaran thelma@intellecta.is
 • SŠkja um starf

═safjar­arbŠr - svi­sstjˇri umhverfis- og eignasvi­s

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. Meginhlutverk umhverfis- og eignasviðs er að fara með skipulags- og byggingarmál sveitarfélagsins, fara með alla eignaumsjón og rekstur vatns- og fráveitu. Sviðsstjóri ber jafnframt ábyrgð á rekstri Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. sem á ríflega 100 íbúðir til útleigu.

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starfið. Sviðsstjóri ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra í öllum störfum sínum og ákvörðunum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember. Áhugasamir einstaklingar, af öllum kynjum, eru hvattir til að sækja um.

┌tgßfudagur
02-09-2019
Umsˇknarfrestur
23-09-2019
N˙mer
890444

Upplřsingar um fyrirtŠki­

Í sveitarfélaginu búa tæplega 4000 íbúar en Ísafjarðarbær varð til þann 1. júní 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga. Bæjarfélagið er víðfeðmt og nær allt frá Arnarfirði að sunnanverðu að Geirólfsnúpi á Hornströndum. Byggðarkjarnar sveitarfélagsins eru fimm: Flateyri, Hnífsdalur, Ísafjörður, Suðureyri og Þingeyri.

Ísafjarðarbær er skemmtilegur og litríkur bær með fjölbreytt menningarlíf. Bærinn hefur upp á margt að bjóða; öfluga og framsækna skóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, blómlegt tónlistarlíf, góða þjónustu og verslanir, eitt besta skíðasvæði landsins og endalausa möguleika til að njóta einstakrar náttúru svæðisins.

Nánari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á heimasíðu þess www.isafjordur.is

Helstu verkefni

 • Ábyrgð á þjónustu, rekstri og starfsmannamálum sviðsins
 • Ábyrgð og umsjón með umhverfis-, skipulags-    og byggingarmálum
 • Framkvæmdastjórn fyrir Fasteignir Ísafjarðarbæjar
 • Ábyrgð á verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og opnum svæðum í eigu þess
 • Ábyrgð á útboðum, gerð útboðsgagna og verksamninga vegna framkvæmda
 • Umsjón með gerð fjárhagsáætlana og kostnaðareftirliti

Menntunar- og hŠfniskr÷fur

 • Meistarapróf á sviði verk- eða tæknigreina er æskilegt
 • Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfinu er kostur
 • Stjórnunarreynsla, leiðtoga- og stjórnunarhæfni
 • Reynsla og þekking á gerð kostnaðaráætlana, fjárhagsáætlana og samninga
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • Frumkvæði og metnaður
 • Góð skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumálakunnátta er kostur

A­rar upplřsingar

Nánari upplýsingar veita Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar (gudmundur@isafjordur.is) í síma 450-8000 og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.