═safjar­arbŠr - sl÷kkvili­sstjˇri

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf slökkviliðsstjóra slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og er faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri Brunavarna Ísafjarðarbæjar og er framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar.

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starfið. Slökkviliðsstjóri ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra í öllum störfum sínum og ákvörðunum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Áhugasamir einstaklingar, af öllum kynjum, eru hvattir til að sækja um.

┌tgßfudagur
03-10-2019
Umsˇknarfrestur
21-10-2019
N˙mer
889332

Upplřsingar um fyrirtŠki­

Í sveitarfélaginu búa tæplega 4000 íbúar en Ísafjarðarbær varð til þann 1. júní 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga. Bæjarfélagið er víðfeðmt og nær allt frá Arnarfirði að sunnanverðu að Geirólfsnúpi á Hornströndum. Byggðarkjarnar sveitarfélagsins eru fimm: Flateyri, Hnífsdalur, Ísafjörður, Suðureyri og Þingeyri.

Ísafjarðarbær er skemmtilegur og litríkur bær með fjölbreytt menningarlíf. Bærinn hefur upp á margt að bjóða; öfluga og framsækna skóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, blómlegt tónlistarlíf, góða þjónustu og verslanir, eitt besta skíðasvæði landsins og endalausa möguleika til að njóta einstakrar náttúru svæðisins.

Nánari upplýsingar um sveitarfélagið má nálgast á heimasíðu Ísafjarðarbæjar, www.isafjordur.is.

Helstu verkefni

 • Stýrir slökkvistarfi og mengunarútköllum
 • Gegnir varðstöðu á slökkvistöð þegar þörf er á vegna útkalla eða mönnunar í neyðarútköllum og styður vakt í daglegum störfum og útköllum
 • Er vettvangsstjóri í stærri aðgerðum á neyðarstundu og í náttúruhamförum
 • Annast eftirlit með skýrslugerð eftir útköll og tryggir skráningu allra nauðsynlegra upplýsinga þeirra verkþátta sem eru á hans ábyrgð
 • Umsjón og skipulag á boðunarkerfi slökkviliðs sem tryggja skal öryggi í útköllum og að viðbragðstími sé eins stuttur og kostur er
 • Starfsmannamál og starfsmannaráðningar
 • Sinnir bakvöktum SÍ samkvæmt samkomulagi við bæjarstjóra
 • Sér um fjárhagsáætlun og alla skipulagsvinnu slökkviliðsins ásamt starfsáætlunum á sínu starfssviði.
 • Skipuleggur vaktir vegna sjúkrabíls og neyðarvöktun hnappa og kerfa.
 • Heldur skrá um og skipuleggur menntun og þjálfun allra starfsmanna SÍ

Menntunar- og hŠfniskr÷fur

 • Slökkviliðsstjóri skal hafa hlotið löggildingu sem slökkviliðsmaður, sbr. 17. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000, og starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum
 • Þarf að hafa lokið stjórnunarnámi í slökkvifræðum hérlendis / erlendis
 • Stjórnunarreynsla og skipulagsfærni
 • Góð þekking á rekstri
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
 • Góð almenn tölvufærni er nauðsynleg
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku er nauðsynleg
 • Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar
 • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
 • Vilji til að tileinka sér nýjungar á starfssviði sínu

A­rar upplřsingar

Nánari upplýsingar veita Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar (gudmundur@isafjordur.is) í síma 450-8000 og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 21. okt. 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá, kynningarbréf, leyfisbréf og afrit af prófskírteini.

Umsókn getur gilt í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.