Laus st÷rf - Intellecta - A­sto­arma­ur Ý rß­ningardeild (995518)

  Frekari upplřsingar veita

 • Thelma KristÝn Kvaran thelma@intellecta.is
 • ١r­ur Ëskarsson thordur@intellecta.is
 • SŠkja um starf

Intellecta - A­sto­arma­ur Ý rß­ningardeild

Sumarstarf með möguleika á áframhaldandi starfi.

Intellecta óskar eftir að ráða sjálfstæðan og árangursdrifinn einstakling í starf aðstoðarmanns ráðgjafa í ráðningardeild. Um 50-75% sumarstarf er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi í haust.

┌tgßfudagur
18-05-2020
N˙mer
995518

Upplřsingar um fyrirtŠki­

Intellecta var stofnað árið 2000. Fyrirtækið hefur frá þeim tíma unnið með stjórnendum við að bæta rekstur og auka verðmæti fyrirtækja. Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki sem starfar á þremur megin sviðum sem eru: Rekstrarráðgjöf, ráðningar og rannsóknir.  Við höfum sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og þróa og innleiða lausnir sem skila árangri.

Helstu verkefni

 • Samskipti við viðskiptavini og umsækjendur
 • Yfirferð og úrvinnsla ferilskráa/umsókna
 • Undirbúningur viðtala og öflun umsagna
 • Fyrirlögn prófa og verkefna
 • Gerð auglýsinga 
 • Virk þátttaka í notkun upplýsingatæknikerfa Intellecta og eftirfylgni með ráðningarferlum

Menntunar- og hŠfniskr÷fur

 • Háskólapróf í sálfræði eða mannauðsstjórnun
 • Reynsla af starfi í mannauðsmálum er kostur
 • Jákvæðni og mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi
 • Þekking og reynsla af þjónustu- og markaðsstörfum
 • Góð færni í íslensku og ensku
 • Hæfni til að miðla upplýsingum

A­rar upplřsingar

Í allri ráðgjafarvinnu er mikilvægt að skilja vel þarfir viðskiptavinarins og einnig að hafa næmt auga fyrir nýjum viðskiptavinum og þörfum þeirra. Ef þú telur þig hafa það fram að færa sem hér er tilgreint, þá höfum við áhuga á þvi að komast í samband við þig. 

Hjá Intellecta starfar öflugur hópur sérfræðinga sem tekst á við verkefni hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Óskað er eftir að ráða konu til að jafna kynjahlutfallið á vinnustaðnum.

Nánari upplýsingar veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er opinn þar til réttur aðili hefur verið ráðinn í starfið.

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.