Frekari upplřsingar veita

 • Thelma KristÝn Kvaran thelma@intellecta.is
 • ١r­ur Ëskarsson thordur@intellecta.is
 • SŠkja um starf

FramkvŠmdasřsla rikisins - Verkefnastjˇri greininga

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) óskar eftir að ráða reynslumikinn, jákvæðan og framsýnan liðsmann á svið stoðþjónustu FSR. 

┌tgßfudagur
04-10-2019
Umsˇknarfrestur
21-10-2019
N˙mer
551177

Upplřsingar um fyrirtŠki­

Framkvæmdasýsla ríkisins er leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda og húsnæðisöflunar. Markmið okkar er auka skilvirkni, hagkvæmni, gæði og samfélagslegan ávinning við framkvæmdir og húsnæðisöflun á vegum ríkisins. FSR er í fararbroddi við að innleiða vistvænar vinnuaðferðir og upplýsingalíkön mannvirkja (BIM) í byggingariðnaði á Íslandi. FSR vinnur samkvæmt vottuðu gæðastjórnunarkerfi ISO 9001 og er stöðugt unnið að því að auka gæði í starfsemi stofnunarinnar. 

Meðal verkefna sem FSR vinnur að um þessar mundir eru undirbúningur uppbyggingar hjúkrunarheimila víða um land, Hús íslenskunnnar, ný skrifstofubygging Alþingis, gestastofur í þjóðgörðum, viðbygging við stjórnarráðshúsið, þróun stjórnarráðsreits og ofanflóðaverkefni víða um land, auk fjölbreyttra húsnæðisöflunarverkefna þar sem unnið er markvisst að innleiðingu nýjunga í skipulagi vinnuumhverfis.

Lögð er áhersla á að starfsfólk sýni frumkvæði, fagmennsku og þjónustulund, njóti sín í starfi og hafi möguleika á að auka þekkingu sína og reynslu með markvissum hætti.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Helstu verkefni

 • Þátttaka í þróun og innleiðingu langtímaáætlana vegna fjárfestinga á vegum ríkisins
 • Umsjón með fjölbreyttri greiningarvinnu og mati valkosta með tilliti til hagrænna þátta, fjárfestinga og rekstrar
 • Umsjón og þátttaka í gerð verkefnaáætlana
 • Úrvinnsla og tölfræðigreiningar
 • Gerð sjálfstæðra úttekta 
 • Þátttaka í frumkvæðisverkefnum FSR
 • Fagleg aðstoð við önnur svið FSR

Menntunar- og hŠfniskr÷fur

 • Meistarapróf á sviði hagfræði og/eða viðskiptafræði – háskólamenntun á báðum sviðum er kostur
 • Umfangsmikil reynsla af greiningum, tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga
 • Reynsla af gerð rekstrar- og framkvæmdaáætlana
 • Reynsla af greiningu fjárfestinga, verkefnafjármögnun og gerð arðsemisútreikninga
 • Þekking á sviði fasteignastjórnunar
 • Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi
 • Umfangsmikil reynsla af teymisvinnu og verkefnastjórnun
 • Frumkvæði, jákvæðni og samskiptahæfni
 • Mjög góð skipulags- og greiningarhæfni
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti. Góð kunnátta í Norðurlandamáli er kostur

A­rar upplřsingar

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is), ráðgjafi hjá Intellecta, í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. 
Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.