Frekari upplýsingar veita

 • Ari Eyberg ari@intellecta.is
 • Bylgja Björk Pálsdóttir bylgja@intellecta.is
 • Sćkja um starf

Bókari - Félagsstofnun stúdenta

 

Félagsstofnun stúdenta óskar eftir að ráða öflugan bókara. Leitað er að viðurkenndum bókara eða viðskiptafræðingi sem hefur reynslu af starfi í bókhaldi. Starfshlutfall er 100%. FS er lifandi og skemmtilegur vinnustaður en aðalskrifstofa FS er staðsett í hjarta háskólasamfélagsins á Háskólatorgi.

 

Útgáfudagur
12-01-2018
Umsóknarfrestur
22-01-2018
Númer
664683

Upplýsingar um fyrirtćkiđ

Félagsstofnun stúdenta (FS) er þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Aðalmarkmið FS er að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta.

Í dag rekur FS: Bóksölu stúdenta, Kaffistofur stúdenta, Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Stúdentamiðlun, Stúdentakjallarann, Hámu, Hámu heimshorn, Hámu Salatbar, Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta.

Starfsemi FS er víða á háskólasvæðinu en aðalskrifstofa FS er á Háskólatorgi.

Nánari upplýsingar um FS má finna á www.fs.is

Helstu verkefni

 • Færsla bókhalds FS
 • Innra eftirlit bókhalds allra deilda
 • Afstemmingar fjárhagsbókhalds og viðskiptareikninga
 • Uppgjör virðisaukaskatts og frágangur á skýrslum til skattstjóra
 • Skil á gögnum til endurskoðanda í samráði við fjárreiðustjóra
 • Ýmsar skýrslur og upplýsingar úr bókhaldi fyrir stjórnendur
 • Önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hćfniskröfur

 • Viðskiptafræðimenntun eða viðurkenndur bókari
 • Starfsreynsla og góð þekking á bókhaldi er skilyrði
 • Nákvæmni og skipulagning í vinnubrögðum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikar
 • Góð tölvukunnátta, þekking á DK er kostur
 • Góð íslenskukunnátta skilyrði, enskukunnátta er kostur
 • Starfsreynsla í birgðabókhaldi er kostur

Ađrar upplýsingar

Nánari upplýsingar veita Bylgja Björk Pálsdóttir (bylgja@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511-1225.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2018. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.